• mið. 05. des. 2012
  • Leyfiskerfi

Fundað með leyfisfulltrúum félaga vegna leyfisferlisins 2013

Nystuka2007-0137
Nystuka2007-0137

Á þriðjudag var fundað með leyfisfulltrúum félaga sem undirgangast leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2013.  Fundurinn, sem er árviss viðburður, var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.  Alls áttu 13 félög fulltrúa á fundinum, en fimm félög boðuðu forföll.  Alls undirgangast félögin 24 í efstu tveimur deildum karla leyfiskerfið, auk þeirra félaga í 2. deild sem óska eftir því. 

Úr Pepsi-deild voru fulltrúar frá FH, Fram, Fylki, ÍBV, KR, Val og Víkingi Ól.  Frá 1. deildarfélögum mættu fulltrúar Grindavíkur, Hauka, Tindastóls, Víkings R. og Völsungs.  Af félögum í 2. deild átti ÍR fulltrúa.  Þá mættu einnig fulltrúar úr bæði leyfisráði og leyfisdómi.

Lúðvík Georgsson formaður leyfisráðs fór ítarlega yfir helstu breytingar á reglugerðinni milli ára.  Ómar Smárason leyfisstjóri fór í gegnum hagnýt atriði, leyfisferlið og gátlistann sem félögin og leyfisstjórn nota til að halda utan um leyfisumsóknir. 

Leyfisferlið hófst formlega 15. nóvember síðastliðinn og þrjú félög (Keflavík, Valur og Fjölnir) hafa þegar skilað sínum leyfisgögnum, öðrum en fjárhagslegum.

Glærur á PDF

Lúðvík Georgsson - Leyfisreglugerðin og breytingar á henni

Ómar Smárason - Leyfisferlið og hagnýt atriði