Knattspyrnuþing 2013 - Boðun
67. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Nordica Hótel 9. febrúar nk. Tillögur og málefni þau er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 9. janúar næstkomandi.
Þingið verður sett að morgni laugardaginn 9. febrúar og er gert ráð fyrir að því ljúki um kl. 16:00 sama dag.
Nánari dagskrá ásamt upplýsingum verður send sambandsaðilum síðar.