• mán. 03. des. 2012
  • Fræðsla

Magni Mohr – hraða- og snerpuþjálfun, upphitun og endurheimt

Magni_Mohr
Magni_Mohr

Helgina 19.-20. janúar 2013 mun Magni Mohr koma aftur hingað til lands og halda námskeið ætlað knattspyrnuþjálfurum. Að þessu sinni er umfjöllunarefnið hraða- og snerpuþjálfun, upphitun og endurheimt knattspyrnumanna.

Magni kom hingað í lok október og hélt námskeið um fitness þjálfun knattspyrnumanna. Þá mættu 72 þátttakendur og fékk það námskeið mjög góð viðbrögð enda er Magni í fremstu röð á sínu sviði. Magni er doktor í íþróttalífeðlisfræði og sérhæfður í þjálfun knattspyrnumanna. Magni hefur unnið við mælingar og leikgreiningu hjá Juventus FC, vann að undirbúningi danska landsliðsins fyrir HM 2002 og starfaði sem sérlegur ráðgjafi hjá Chelsea FC frá árinu 2008 til 2011. Hann hefur einnig kennt á UEFA Pro Licence þjálfaranámskeiðum víðs vegar um Evrópu.

Magni hefur starfað í nokkur ár við rannsóknir hjá Institute of Exercise and Sport Sciences, August Krogh Institute, University of Copenhagen og vinnur nú við rannsóknir hjá háskólanum í Exeter, Englandi.

Námskeiðið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu, er opið öllum og telur sem endurmenntun á UEFA A og UEFA B þjálfaragráðum. Námskeiðið mun veita 15 tíma í endurmenntun. Námskeiðsgjaldið er 15.000 kr.

Hraða- og snerpuþjálfun, upphitun og endurheimt

19.-20. janúar 2013

Haldið í Fræðslusetri KSÍ (3. hæð), Kórnum og Egilshöll

Drög að dagskrá

Laugardagur, 19. janúar

Egilshöll og Kórinn

9.00-10.30      Speed training in football - Bóklegt

11.00-12.00    Speed training in football - Verklegt

12.00-12.45    Matarhlé

12.45-14.15    Nutrition and intake of supplements in football - Bóklegt

14.15-15.00    Ekið upp í Kórinn

15.00-16.30    Warm-up and recovery strategies

- game, training and rehabilitation - Verklegt

17.00-18.30    Fitness training of youth players - Bóklegt

Sunnudagur, 20. janúar

Fræðslusetur KSÍ, World Class Laugum og Kórinn

9.00-10.30      Power training in football - Bóklegt

11.00-12.30    Power training in football - Verklegt

12.30-13.30    Matarhlé

13.30-15.00    Warm-up and recovery strategies

- game, training and rehabilitation - Bóklegt

15.00-16.00    Ekið upp í Kórinn

16.00-17.15    Individual video-analysis of game demands - Verklegt

17.45-19.15    Summary