Getuskipting í þjálfun yngri flokka - Viðtal við Sigurð Ragnar Eyjólfsson
Nokkur umræða hefur verið á síðustu dögum varðandi þjálfun yngri flokka í knattspyrnu og getuskiptingu sem notuð er í þeirri þjálfun. Á ráðstefnu á vegum Háskóla Íslands og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem fram fór í Háskóla Íslands í gær, hélt Vanda Sigurgeirsdóttir fyrirlestur og velti upp þeirri spurningu hvort rétt væri að notast við getuskiptingu í þjálfun yngri flokka.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ, var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun og fjallaði um þetta málefni. Hægt er að hlusta á viðtalið við Sigurð með því að smella hér.
Þá er hægt að sjá fyrirlestra ráðstefnunnar sem fram fór í gær, þ.á.m. fyrirlestur Vöndu, með því að smella hér.