• mið. 28. nóv. 2012
  • Fræðsla

Tækniþjálfun - Coerver Coaching

Þjálfari að störfum
lidsheild4

Dagana 5 .- 6. janúar mun KSÍ bjóða þjálfurum upp á námskeið í tækniþjálfun. Hingað til lands kemur Brad Douglass en hann starfar sem Technical Director hjá Coerver Coaching í Evrópu, Mið-austurlöndum og Afríku. Margir ættu að kannast við hollenska þjálfarann Wiel Coerver sem var á sínum tíma brautryðjandi á sviði tækniþjálfunar og byggist Coerver Coaching á hans hugmyndafræði.

Coerver Coaching snýst um tækniþjálfun fyrir alla aldurshópa en þó sérstaklega fyrir 5-16 ára. Hugmyndafræðin byggir á að þróa hæfileika einstaklingsins og á æfingum í litlum hópum.

Námskeiðið er opið öllum og námskeiðsgjaldið er 15.000 kr. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is með upplýsingar um nafn, kennitölu og símanúmer eða með því að hringja í síma 510-2977. Námskeiðið telur sem 14 tímar í endurmenntun á UEFA A og UEFA B þjálfaragráðum. Námskeiðið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu og drög að dagskrá námskeiðsins er hér fyrir neðan.

Brad Douglass hefur víða komið við á sínum ferli. Hann hefur m.a. kennt á námskeiðum hjá mörgum knattspyrnusamböndum víðs vegar um heiminn, svo sem í Danmörku, Finnlandi, Noregi, Skotlandi, Slóvakíu, Ungverjalandi, Möltu, Póllandi, Kína og Færeyjum. Auk þess hefur hann starfað með liðum á borð við AC Milan, Rosenborg, Bröndby og HJK Helsinki. Hann hefur einnig komið að starfi UEFA og FIFA í kringum einstaka viðburði.

Dagskrá