• sun. 28. okt. 2012
  • Landslið

U19 karla - Dýrmætt stig í sarpinn

UEFA EM U19 karla
U19_Landscape_Master_White_cmyk-01

Strákarnir í U19 náðu í dýrmætt stig í dag þegar þeir gerðu jafntefli við heimamenn í Króatíu í öðrum leik þeirra í undankeppni EM.  Lokatölur urðu 2 - 2 eftir að staðan hafði verið 1 - 1 í leikhléi. 

Heimamenn komust yfir á 25. mínútu en þar var á ferðinni sjálfsmark hjá Íslendingum en Hjörtur Hermannsson jafnaði metin á 38. mínútu.  Annað mark fyrirliðans í tveimur leikjum en þannig stóðu leika í leikhléi.  Króatar komust svo aftur yfir á 59. mínútu en tíu mínútum fyrir leikslok jafnaði Árni Vilhjálmsson metin.  Ekki urðu mörkin fleiri og dýrmætt stig í sarpinn hjá íslenska liðinu.

Króatía og Ísland hafa fjögur stig þegar einn leikur er eftir en Aserbaídsjan og Georgía eru með eitt stig hvort, eftir 1 - 1 jafntefli í dag.  Síðasta umferðin fer fram á miðvikudaginn en þá leikur Ísland við Georgíu og dugar jafntefli til að komast í milliriðla en tvær efstu þjóðirnar komast þangað.  Það verður samt við ramman reip að draga enda riðillinn jafn og leikirnir allir hafa verið jafnir og spennandi.

Staðan í riðlinum