• fim. 25. okt. 2012
  • Landslið

Dregið í riðla á EM 9. nóvember

UEFA
uefa_merki

Dregið verður í riðla í úrslitakeppni EM föstudaginn 9. nóvember kl. 18:30 (CET) í Gautaborg.

Sama dag verður UEFA með vinnufund þar sem farið verður yfir fyrirkomulag mótsins og einnig verður kynningarfundur með fjölmiðlafulltrúum liðanna. Á laugardeginum verður síðan boðið um á skoðunarferðir um æfingavelli liðanna, hótel ofl.

Dregið verður í þrjá fjögurra liða riðla þar sem liðin eru flokkuð samkvæmt árangri í undanförnum 3 EM/HM keppnum.

Í efsta flokki eru Svíþjóð (A1), Þýskaland (B1) og Frakkland (C1). Í öðrum flokki eru England, Noregur og Ítalía sem verða dregin í sæti A2, B2 og C2.  Í þriðja sæti eru síðan Danmörk, Finnland, Holland, Rússland, Spánn og Ísland og verða þessi liðin dregin í sæti A3, A4, B3, B4, C3 og C4

Úrslitakeppnin fer fram 10. - 28. júlí.  Riðill A verður leikinn í Gautaborg og Halmstad, riðill B í Vaxjo og Kalmar og riðill C í Norrkoping og  Linköping.

Átta liða úrslit verða leikinn í  Halmstad, Vaxjo, Linkoping og Kalmar, undanúrslit í Gautaborg og Norrkoping.

Úrslitaleikurinn verður leikinn á hinum glænýja Solna Arena velli.

Fulltrúar KSÍ í drættinum verða Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari, Ómar Smárason fjölmiðlafulltrúi KSÍ og Klara Bjartmarz starfsmaður A landsliðs kvenna.

Heimasíða keppninnar