KSÍ markmannsþjálfaragráða - Hefst í nóvember
Í næsta mánuði verður í fyrsta sinn farið af stað með KSÍ markmannsþjálfaragráðu. Um er að ræða veigamikið verkefni en markmiðið með KSÍ markmannsþjálfaragráðunni er að bæta við sérþekkingu markmannsþjálfara hér á landi.
Námskeiðið mun standa yfir frá nóvember 2012 til apríl 2013. Packie Bonner, sem lék á árum áður fjölda leikja með írska landsliðinu og Celtic í Skotlandi, hefur yfirumsjón með námskeiðinu og mun vera KSÍ innan handar með kennslu en KSÍ markmannsþjálfaragráða inniheldur að lágmarki 105 kennslustundir.
Starfsmenn námskeiðsins eru:
- Packie Bonner - aðalleiðbeinandi UEFA
- Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ - framkvæmd, skipulagning og utanumhald
- Guðmundur Hreiðarsson, markmannsþjálfari A-landsliðs karla – aðstoðarleiðbeinandi
- Halldór Björnsson, markmannsþjálfari A-landsliðs kvenna – aðstoðarleiðbeinandi
- Ólafur Pétursson, markmannsþjálfari U17 og U19 landsliða kvenna – aðstoðarleiðbeinandi
- Dagur Sveinn Dagbjartsson - framkvæmd, skipulagning og utanumhald
Að þessu sinni voru teknir inn 18 þátttakendur:
- Alexander Freyr Sigurðsson
- Baldvin Guðmundsson
- Elías Örn Einarsson
- Fjalar Þorgeirsson
- Guðmundur Hreiðarsson
- Gunnar Sigurðsson
- Hajrudin Cardaklija
- Halldór Björnsson
- Hermann Valsson
- Jónas L. Sigursteinsson
- Júlíus Þór Tryggvason
- Magnús Ástþór Jónasson
- Nataliya Ginzhul
- Ólafur Pétursson
- Páll Gísli Jónsson
- Viktor Steingrímsson
- Þorsteinn Magnússon
- Úlfar Daníelsson