• mán. 22. okt. 2012
  • Landslið

A kvenna - Seinni leikurinn við Úkraínu á fimmtudaginn

byrjunarlið
Byrjunarlid-Island-Nordur-Irland

Stelpurnar gerðu góða ferð til Úkraínu þar sem þær lögðu heimastúlkur í hörkuleik, 2 – 3, en seinni leikurinn verður á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 25. október kl. 18:30. Miðasala á þann leik er nú hafin og er knattspyrnuáhugafólk hvatt til þess að tryggja sér miða í tíma og styðja stelpurnar til Svíþjóðar. Miðasala er sem fyrr í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Verkefnið er núna hálfnað en mikil vinna býður stelpnanna sem óska eftir stuðningi áhorfenda á fimmtudaginn.

Miðaverð er 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.  Einnig er frítt inn fyrir ellilífeyris- og örorkuþega sem geta framvísað þar til gerðum skilríkjum við innganginn.

Spáin er góð og eru allir þeir sem vettlingi geta valdið hvattir til þess að tryggja sér miða sem fyrst. Veitum stelpunum þann stuðning sem þær eiga skilið. Klæðum okkur vel, öskrum okkur til hita og stelpurnar á EM.

Áfram Ísland!

Miðasala

Tengill á miðasölu:

http://midi.is/ithrottir/5/82/