• lau. 20. okt. 2012
  • Landslið

Byrjunarlið Íslands í Sevastopol

UEFA EM A-landsliða kvenna
uefa-weuro-2013-small

Eins og knattspyrnuáhugafólki er kunnugt mætir A landslið kvenna Úkraínu í fyrri viðureign liðanna í umspili fyrir EM í dag.  Leikurinn fer fram í Sevastopol og hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Það lið sem hefur betur í þessum tveimur viðureignum tryggir sér farseðil í úrslitakeppni EM 2013, sem fram fer í Svíþjóð. 

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Íslands, hefur tilkynnt byrjunarliðið í dag.  Hann gerir eina breytingu frá lokaleiknum í riðlakeppninni, við Noreg í Osló - Dóra María Lárusdóttir kemur inn fyrir Rakel Hönnudóttur í hægri bakverði. 

Byrjunarlið Íslands gegn Úkraínu

Markvörður

Þóra B. Helgadóttir

Hægri bakvörður

Dóra María Lárusdóttir

Vinstri bakvörður

Hallbera Gísladóttir

Miðverðir

Katrín Jónsdóttir (F) og Sif Atladóttir

Tengiliðir

Katrín Ómarsdóttir, Edda Garðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir

Hægri kantmaður

Fanndís Friðriksdóttir

Vinstri kantmaður

Hólmfríður Magnúsdóttir

Framherji

Margrét Lára Viðarsdóttir

Bein textalýsing á uefa.com

Hægt er að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á vef UEFA.