Kirsi Heikkinen dæmir Úkraína - Ísland
Það verður hin finnska, Kirsi Heikkinen, sem dæmir leik Úkraínu og Íslands í umspili fyrir úrslitakeppni EM en leikið verður í Sevastopol í Úkraínu á morgun kl. 13:00. Kirsi er einn fremstu dómurum í alþjóðaboltanum en hún dæmdi t.a.m. undanúrslitaleik Frakka og Bandaríkanna á HM á síðasta ári sem og úrslitaleik Meistaradeildar UEFA kvenna árið 2010.
Henni til aðstoðar verða löndur hennar Tonja Paavola og Anu Jokela en fjórði dómarinn kemur frá Úkraínu.