• fös. 19. okt. 2012
  • Landslið

Fyrsti leikur sovéska kvennalandsliðsins fór fram í Sevastopol

Sevastopol
Sevastopol

Íslenska kvennalandsliðið mætir því úkraínska í fyrri umspilsleik þjóðanna um sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í Svíþjóð á næsta ári.  Leikið verður í hafnarborginni Sevastopol sem er sunnarlega í Úkraínu, við Svartahafið.

Vel fer um íslenska liðið í Sevastopol og aðstæður þar til fyrirmyndar.  Þessi næst stærsta hafnarborg Úkraínu kom mikið við sögu í seinni heimstyrjöldinni, þurfti að þola miklar loftárásir á stríðsárunum, en hún hefur líka komið við sögu í knattspyrnusögunni.  Í apríl árið 1990 lék sovéska kvennalandsliðið sinn fyrsta leik á heimavelli og var sá leikur leikinn í Sevastopol.  Leikið var við Noreg og lauk hann með markalausu jafntefli en tveimur vikum áður lék sovéska kvennalandsliðið sinn fyrsta landsleik í sögunni, gegn Búlgaríu.