• þri. 16. okt. 2012
  • Landslið

Styttist í leik

Throttur
Throttur

Það styttist í leik gegn Sviss en írski dómarinn, Alan Kelly, flautar til leiks kl. 18:30 á Laugardalsvelli.  Miðasala hefur gengið mjög vel og er ljóst að það verður vel fullt á Laugardalsvelli í kvöld.  Enn eru þó nokkrir miðar eftir og er hægt að kaupa þá hjá http://www.midi.is/ sem og að miðasala á Laugardalsvelli hefst kl. 10:00 og stendur fram yfir leik.

Síðustu æfingar á Laugardalsvelli fóru fram í gær og eftir það hafa vallarstarfsmenn verið önnum kafnir við að undirbúa völlinn sjálfan fyrir átök kvöldsins.  Veðurspáin fyrir kvöldið er góð en, eins vera ber í október, er betra að vera vel klæddur og öskra í sig hita.  Eins og sjá má á myndum, leit völlurinn vel út í morgun en bar þess líka merki að vetur konungur er handan við hornið.

KSÍ Myndir

Vert að að minna fólk á að mæta tímanlega til að forðast biðraðir rétt fyrir leik.  Þá er líka minnt á að mikið er af bílastæðum, víðsvegar um Laugardalinn og nágrenni eins og sést á mynd hér að neðan.

Bílastæði í Laugardal