• fös. 12. okt. 2012
  • Landslið

Ísland mætir Albaníu í dag í Tirana

HM 2014 í Brasilíu
fifa-wc-brazil-2014

Íslendingar sækja Albani heim í dag og fer leikurinn fram á Qemal Stafa leikvanginum í Tirana.  Leikurinn er í undankeppni HM og verður í beinni útsendingu á RÚV og hefst útsending þar kl. 16:50.

Þetta er þriðji leikur Íslands í undankeppninni en liðið hefur þrjú stig, eftir sigurleik gegn Noregi á Laugardalsvelli en tap gegn Kýpur á útivelli.

Liðið kemur svo heim á morgun en framundan er leikur gegn Sviss á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 16. október kl. 18:30.  Miðasala á þann leik er í fullum gangi á http://www.midi.is/.