• fim. 11. okt. 2012
  • Landslið

Miðasala í fullum gangi á Ísland - Sviss

Tolfan
Tolfan

Framundan er annar heimaleikur Íslands í undankeppni HM 2014 og nú tökum við vel á móti Svisslendingum í Laugardalnum. Leikurinn fer fram þriðjudaginn 16. október og hefst kl. 18:30. Stemningin á fyrsta heimaleik Íslands gegn Noregi var með eindæmum góð og gaf íslenska liðinu svo sannarlega byr undir báða vængi.

Ísland og Sviss hafa fjórum sinnum áður mæst og hafa Svisslendingar haft sigur í öllum leikjunum til þessa. Til að eiga möguleika á að breyta þessu, er treyst á stuðning áhorfenda sem aldrei fyrr. Stuðningssveitin Tólfan verður í stuði í O-hólfinu.

Ísland - Sviss 16. október

Svæði Leikdagur (fullt verð) Forsöluverð
Svæði I (rautt) 4.500 kr 4.000 kr (500 kr afsláttur)
Svæði II (blátt) 3.500 kr 3.000 kr (500 kr afsláttur)
Svæði III (grænt) 2.500 kr 1.500 kr (1.000 kr afsláttur)

50% afsláttur er fyrir börn 16 ára og yngri af leikdagsverði, þannig að barnamiði á svæði I kostar kr 2.250, barnamiði á svæði II kostar kr. 1.750 og á svæði III kr. 1.250.

Beinn hlekkur á forsöluna á midi.is - http://midi.is/ithrottir/5/90/

Hólf á Laugardalsvelli