Lorik Cana er stærsta stjarna albanska liðsins
Þeir leikmenn sem skipa landsliðshóp Albaníu fyrir leikinn við Ísland í undankeppni HM 2014 á föstudag eru á mála hjá félagsliðum víðs vegar um Evrópu. Stærsta stjarna liðsins og fyrirliði þess er Lorik Cana, sem leikur með Lazio á Ítalíu og er lykilmaður þar. Cana leikur jafnan sem varnartengiliður með félagsliði sínu, en oftast sem miðvörður með albanska landsliðinu, og er mikill leiðtogi í báðum liðum. Cana hafði átt í deilum við Knattspyrnusamband Albaníu og snúið bakinu við landsliði þjóðar sinnar, en þegar Gianni De Biasi tók við þjálfun liðsins var það hans fyrsta verk að fá þessu mestu hetju albanskrar knattspyrnu til að snúa aftur.
Aðrir leikmenn sem vert er að nefna og fylgjast með eru Alban Meha, sem leikur með Paderborn í Þýskalandi, Hamdi Salihi sem leikur í Bandaríkjunum með DC United og reynsluboltinn Erjan Bogdani, sem nú leikur með Siena á Ítalíu.
Landsliðshópur Albaníu
1 - Samir Ujkani - 05.07.1988 - Palermo
2 - Etrit Berisha - 10.03.1989 - Kalmar
3 - Orges Shehi - 20.09.1977 - SK Skenderbeu
4 - Lorik Cana - 27.07.1983 - SS Lazio
5 - Armend Dallku - 16.06.1983 - Vorskla Poltava
6 - Tefik Osmani - 25.02.1985 - KF Vllaznia
7 - Andi Lila - 12.02.1986 - PAS Jannina
8 - Mergim Mavraj - 09.06.1986 - Sppg Greuther Furth
9 - Debatik Curri - 28.12.1983 - Genlcerbirligi
10 - Renato Arapi - 28.08.1986 - SK Skenderbeu
11 - Franc Veliu - 11.11.1988 - KF Flamurtari
12 - Jahmir Hyka - 08.03.1988 - Luzern
13 - Emiljano Vila - 12.03.1988 - PAS Jannina
14 - Burim Kukeli - 16.01.1984 - FC Zurich
15 - Ansi Agolli - 11.10.1982 - Qaraback
16 - Sabien Lilaj - 10.02.1989 - SK Skenderbeu
17 - Gilman Lika - 13.01.1987 - KF Tirana
18 - Ervin Bulku - 03.03.1981 - Sepahan
19 - Armando Sadiku - 27.05.1991 - Lugano
20 - Alban Meha - 26.04.1986 - Paderborn 07
21 - Hamdi Salihi - 19.01.1984 - DC United
22 - Odise Roshi - 22.05.1991 - FSV Frankfurt
23 - Erjon Bodgani - 14.04.1977 - Siena
24 - Edgar Çani - 22.07.1989 - Polonia Varshava