• mán. 08. okt. 2012
  • Landslið

Ítalskur landsliðsþjálfari Albaníu

Gianni de Biasi
gianni-de-biasi-albania

Næstkomandi föstudag mætast A karlalandslið Albaníu og Íslands í undankeppni HM 2014 á Qemal Stafa leikvanginum í Tirana.  Þjálfari albanska liðsins er Ítalinn Gianni De Biasi, sem átti farsælan feril á Ítalíu, bæði sem leikmaður og þjálfari.

De Biasi lék með mörgum félagsliðum á ferli sínum sem leikmaður á áttunda og níunda áratugnum, þ.á.m. Internazionale í Mílanóborg.  Sem þjálfari hefur hann m.a. starfað hjá Torino og Udinese, og var einnig til skamms tíma hjá Levante á Spáni.

Á blaðamannafundi í Tirana sagði De Biasi að hann byggist við erfiðum leik við Íslendinga.  "Íslenska liðið náði góðum sigri gegn Norðmönnum í fyrsta leik og tapaði svo með minnsta mun gegn Kýpur.  Við getum ekki farið að hugsa um leikinn við Slóveníu strax.  Ísland er sterkt lið og við munum leika varlega".