• fim. 04. okt. 2012
  • Landslið

U17 karla - Sigur á Möltu í síðasta leik undankeppni EM

UEFA EM U17 karla
U17_Landscape_Master_White_cmyk-01

Strákarnir í U17 unnu sinn síðasta leik í undankeppni EM en riðillinn var leikinn á Möltu.  Heimamenn voru lagðir í síðasta leiknum, 2 - 0, og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik.  Kristinn Skæringur Sigurjónsson kom Íslendingum yfir á 12. mínútu og Eggert Georg Tómasson bætti við marki úr vítaspyrnu á 29. mínútu.

Íslenska liðið hafnaði í þriðja sæti riðilsins en tvær efstu þjóðirnar komast áfram í milliriðla.  Tvær þjóðir, með bestan árangur í þriðja sæti í riðlunum þrettán, komast einnig áfram.  Norðmenn urðu efstir í riðlinum og Portúgalir komu svo í öðru sæti.  

Staðan í riðlinum

Keppnin á uefa.com