• mið. 03. okt. 2012
  • Landslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið upp um 21 sæti

Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið
fifaworldranking2008

Íslenska karlalandsliðið fer upp um 21 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun.  Ísland er nú í 97. sæti listans en það eru Spánverjar sem tróna á toppi listans sem fyrr og Þjóðverjar sitja í öðru sætinu.

Af mótherjum Íslendinga í undankeppni HM 2014 eru Svisslendingar í 15. sæti og fara upp um 5 sæti.  Norðmenn eru í 26. sæti listans og hækka sig um 8 sæti en Slóvenar falla niður um 11 sæti og sitja í 35. sæti listans.  Albanir standa í stað í 84. sæti en Kýpverjar hækka um 28 sæti og fara upp í 107. sæti styrkleikalista FIFA

Styrkleikalisti FIFA