Hópurinn er mætir Albaníu og Sviss
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn er leikur gegn Albaníu og Sviss, 12. og 16. október næstkomandi. Leikið verður gegn Albaníu ytra föstudaginn 12. október en á Laugardalsvelli gegn Sviss, þriðjudaginn 16. október kl. 18:30. Miðasala á þann leik er í fullum gangi og er hægt að kaupa miða hjá http://www.midi.is/
Lars velur 22 leikmenn í hópinn og þar af eru tveir sem ekki hafa leikið A landsleik áður, Haraldur Björnsson og Aron Jóhannsson. Sölvi Geir Ottesen tekur út leikbann í leiknum gegn Albaníu en gæti verið til taks gegn Sviss en eftir á að úrskurða um lengd leikbann Sölva.
Ísland og Albanía hafa mæst þrisvar sinnum hjá A landsliðum karla, fyrst árið 1990 þar sem Íslendingar höfðu betur. Í hinum tveimur viðureignunum hafa Albanir farið með sigur af hólmi, árið 1991 og 2004.
Gegn Sviss hafa leikirnir verið fjórir talsins og hafa Svisslendingar unnið þá alla og Íslendingum aðeins tekist að skora eitt mark í þessum leikjum.
Sviss hefur byrjað undankeppnina vel og sigrað í báðum sínum leikjum, nú síðast lögðu þeir Albani á heimavelli 2 – 0. Albanir hafa, líkt og Íslendingar, þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina en sigurleikur þeirra kom á heimavelli gegn Kýpur, 3 – 1. Svisslendingar sitja í 15. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, í sætunum á eftir Frökkum og Brasilíumönnum, en Albanía er í 84. sæti listans. Íslendingar eru í 97. sæti styrkleikalista FIFA.