• mán. 01. okt. 2012
  • Dómaramál

Kristinn og félagar dæma í Evrópudeildinni

Kiddi-Jak-2011
Kiddi-Jak-2011

Kristinn Jakobsson verður í eldlínunni, fimmtudaginn 4. október, þegar hann dæmir leik Videoton frá Ungverjalandi og Sporting Lissabon frá Portúgal í Evrópudeild UEFA.  Leikurinn er í G riðli keppninnar en hann skipa, ásamt þessum félögum, Genk frá Belgíu og Basel frá Sviss.

Með Kristni á leiknum verða aðstoðardómararnir Sigurður Óli Þorleifsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson og fjórði dómari verður Gunnar Sverrir Gunnarsson.  Aukaaðstoðardómarar verða svo þeir Þorvaldur Árnason og Gunnar Jarl Jónsson.

Evrópudeild UEFA