• fös. 28. sep. 2012
  • Fræðsla

2. október – Dagur án ofbeldis

Dagur án ofbeldis
dagur-2012

Þann 2. október næstkomandi er fagnað degi baráttu fyrir tilveru án ofbeldis.  Ofbeldi er grundvallarvandamál okkar tíma.  Það er ekki aðeins líkamlegt og birtist í stríði og barsmíðum – það birtist einnig sem efnahagslegt ofbeldi, sálrænt, trúarlegt, kynferðislegt og kynþáttabundið ofbeldi. 

Til að sýna samhug á táknrænan hátt verður mannlegt friðarmerki myndað á Klambratúni í Reykjavík þann 2. október kl. 20:00.  Fjölmörg félagasamtök, innlend sem erlend, styðja við þessa táknrænu athöfn og vill KSÍ hvetja sem flesta til að taka þátt.

https://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=uoZd08gt8oI

Dagur án ofbeldis