• fös. 21. sep. 2012
  • Landslið

A kvenna - Ísland mætir Úkraínu í umspili

UEFA EM A-landsliða kvenna
uefa-weuro-2013-small

Rétt í þessu var verið að draga í umspili í EM 2013 en þar tryggja þrjár þjóðir sér sæti í úrslitakeppninni 2013.  Ísland mætir Úkraínu í tveimur leikjum, heima og heiman, og fer fyrri leikurinn fram ytra, 20. eða 21. október.  Sá seinni fer fram hér heima 24. eða 25. október á Laugardalsvelli.

Í hinum leikjum umspilsins mætast:

  • Skotland - Spánn
  • Austurríki - Rússland

Ísland og Úkraína hafa mæst fjórum sinnum áður hjá A landsliði kvenna.  Ísland hefur sigrað einu sinni, árið 1997.  Einu sinni hafa leikar endað jafnir, árið 1999 en Úkraína hefur tvisvar sinnum unnið, 1998 og 2000.

Úkraína lék í riðli 5 í undankeppninni og hafnaði þar í öðru sæti, á eftir Finnum.  Aðrar þjóðir í þessum riðli voru Hvíta-Rússland, Slóvakía og Eistland.  Athygli vekur að Úkraína vann alla leiki sína á útivelli í riðlinum en árangur þeirra á heimavelli, tap gegn Finnum og Hvít Rússum ásamt jafntefli gegn Slóvakíu, varð til þess að toppsætið rann þeim úr greipum.