• fim. 20. sep. 2012
  • Landslið

Ísland í efri styrkleikaflokki fyrir umspilsleiki EM 2013

UEFA EM A-landsliða kvenna
uefa-weuro-2013b-small

A landslið kvenna verður í efri styrkleikaflokki ásamt Rússlandi og Spáni þegar dregið verður í umspil fyrir EM kvennalandsliða 2013 í höfuðstöðvum UEFA á föstudag.  Raunar er Ísland flokkað hæst af þeim sex þjóðum sem eru í pottinum.  Í neðri flokknum verða Skotland, Úkraína og Austurríki og verður því ein af síðarnefndu þjóðunum mótherji Íslands. 

Leikdagarnir eru 20. eða 21. október annars vegar og 24. og 25. október hins vegar og er leikið heima og heiman.  Mörgun er eflaust minnisstætt þegar Ísland fór í gegnum umspil og komst á EM 2009 í Finnlandi, þá voru Írar mótherjarnir og vannst sigur á þeim á frosnum Laugardalsvellinum.

Drátturinn hefst kl. 10:45 að íslenskum tíma og verður í beinni á uefa.com.  Niðurröðun leikja verður tilkynnt viku síðar, á hádegi föstudaginn 28. september.