Blaut æfing á Ullevål
Stelpurnar æfðu í dag á Ullevål leikvangnum í Osló en þetta var lokaæfingin fyrir leikinn mikilvæga gegn Noregi. Allr leikmenn hópsins voru með á æfingunni í dag sem var í blautara lagi því það rigndi vel og innilega á leikmenn.
Þegar 15 mínútur voru liðnar af æfingunni í dag fór að heilirigna og á tímabili buldi haglél á leikkmönnum. Þrumur og eldingar gengu yfir en um 45 mínútum síðar stytti upp og sólin skein, eða í sömu andrá og æfingunni lauk.
Völlurinn sjálfur var í mjög góðu ástandi og á morgun er búist hinu besta fótboltaveðri. Ekki liggur fyrir hvað Norðmenn búast mörgum áhorfendum á leikinn en margir Íslendingar, í Noregi og nágrenni, ætla að mæta á leikinn til þess að styðja stelpurnar.
Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá RÚV og hefst hann kl. 17:30 að íslenskum tíma eða 19:30 að staðartíma.