• mán. 17. sep. 2012
  • Landslið

Stelpurnar æfðu á Bislett leikvanginum í dag

IMG_5088
IMG_5088

Kvennalandsliðið kom til Osló í dag en á miðvikudaginn, 19. september, kemur í ljóst hvort það verða Íslendingar eða Norðmenn sem tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM kvenna í Svíþjóð 2013.  Liðið æfði á honum sögufræga Bislett leikvangi í dag en á morgun verður æft á Ullevål leikvanginum þar sem leikið verður á miðvikudaginn.

Allir leikmenn tóku þátt á æfingunni fyrir utan Katrínu Ómarsdóttur, sem hvíldi vegna lítilsháttar veikinda.

Íslenska liðinu dugar jafntefli til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en með sigri,  skjótast Norðmenn í efsta sæti riðilsins og umspil bíður okkar stelpna.

Öllum er ljóst mikilvægi leiksins og ríkir því mikil eftirvænting fyrir þessum leik.  Vonast er eftir góðum hópi Íslendinga, sem búsettir eru í Noregi og nágrenni, á leikinn enda getur stuðningur skipt miklu í leik sem þessum.

Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá RÚV en leikurinn hefst kl. 17:30 að íslenskum tíma.

IMG_5138

IMG_5131

IMG_5088