• fös. 14. sep. 2012
  • Dómaramál

Verðlaun til félaga vegna dómaramála

Vígalegt dómaratrío.  Frá vinstri: Ólafur Böðvar Helgason, Kristinn Jakobsson og Hlynur Áskelsson
domaratrio

Aðildarfélög KSÍ eiga þess kost að vinna sér inn verðlaun með öflugri uppbyggingu dómaramála innan síns félags.  Öll félög sem uppfylla neðangreind skilyrði verða verðlaunuð.

Frestur til að skila umsóknum er til 1. október.

Eftirfarandi skilyrði þarf að uppfylla svo umsókn sé tekin gild:

1) Félag tilkynni nægilegan fjölda virkra dómara skv. reglugerð.

- gr. 19.1 reglugerð KSÍ um knattspyrnumót

- gr. 5. reglugerð KSÍ um knattspyrnudómara og eftirlitsmenn

2) Félag hafi virkan dómarastjóra.

gr. 19.1 reglugerð KSÍ um knattspyrnumót

3) Félag skipi dómara með tilskilin réttindi á leiki þar sem heimalið ber ábyrgð.

- gr. 19.3 reglugerð KSÍ um knattspyrnumót

4) Félag skipi aðstoðardómara á leiki í 11 manna bolta þó reglugerðin kveði ekki á um slíkt.

5) Félag skrái í gagnagrunn KSÍ dómara leikja í 5. aldursflokki og ofar.

- gr. 9.6 reglugerð KSÍ um knattspyrnumót

6) Félag sendi dómarastjóra á árlegan fræðslufund með dómarastjóra KSÍ.

7) Félag haldi fræðslufund (efni frá KSÍ) fyrir upphaf keppnistímabils fyrir sína dómara.

8) Félag sendi árlega einstaklinga á dómaranámskeið á vegum KSÍ.

9) Félag hafi virka dómara af báðum kynjum.

10) Félag leggi sínum dómurum til nauðsynlegan búnað til notkunar í heimaleikjum

Umsóknareyðublað