Ísland mætir Norður Írlandi á laugardaginn
Framundan er gríðarlega mikilvægur landsleikur á Laugardalsvelli á laugardaginn þegar Ísland tekur á móti Norður Írlandi í undankeppni EM 2013. Leikurinn hefst kl. 16:15 að íslenskum tíma og með sigri tryggir Ísland sér sæti í umspili fyrir úrslitakeppnina sem fram fer í Svíþjóð.
Baráttan um efsta sæti riðilsins er gríðarlega hörð á milli Íslands, Noregs og Belgíu en síðastöldu þjóðirnar leika einmitt í Noregi á laugardaginn.
Miðasala er í fullum gangi í gegnum miðasölurkerfi hjá http://www.midi.is/ en miðaverð er 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri. Ekki er selt í númeruð sæti.
Stuðningur áhorfenda getur skipt öllu máli á laugardaginn og eru landsmenn hvattir til þess að fylkja sér á bakvið stelpurnar á Laugardalsvellinum og láta vel í sér heyra.