• mið. 12. sep. 2012
  • Landslið
  • Dómaramál

A kvenna - Grískir dómarar að störfum þegar Ísland mætir Norður Írlandi

Gríski dómarinn Thalia Mitsi
Thalia-Mitsi

Það vera grískir dómarar sem verða við stjórnvölinn á leik Íslands og Norður Írlands sem fram fer í undankeppni EM kvenna á laugardaginn.  Dómarinn heitir Thalia Mitsi og henni til aðstoðar verða þær Panagiota Koutsoumpou og Ourania Foskolou.  Fjórði dómarinn er hinsvegar íslenskur, Rúna Sif Stefánsdóttir.

Ekki er langt síðan að þetta tríó dæmdi hér á Laugardalsvelli en það var 19. júní 2010.  Svo skemmtilega vill til að þá áttust þessar sömu þjóðir við hér á Laugardalsvellinum og lauk þeim leik með sigri Íslands, 2 - 0.