Yngri iðkendum aðildarfélaga boðið á Ísland - Norður Írland
Eins og öllum er eflaust kunnugt um leikur íslenska kvennalandsliðið afar mikilvægan leik gegn Norður Írlandi næstkomandi laugardag kl. 16:15 á Laugardalsvelli. Með sigri í leiknum tryggir liðið sé a.m.k. leik í umspili um sæti í lokakeppni EM 2013. Frítt er á leikinn fyrir 16 ára og yngri og hvetjum við aðildarfélög til þess að skipuleggja hópferðir á leikinn.
Þau félög sem hyggjast skipuleggja ferð með yngri flokkum á leikinn eru vinsamlegast beðin um að senda póst á margret@ksi.is með óskir um fjölda miða fyrir börn og fylgdarmenn/ábyrgðarmenn. KSÍ mun bjóða forráðamönnum yngri flokka frítt á leikinn en til þess að nýta sér þann möguleika er mikilvægt að eftirfarandi upplýsingar séu sendar:
Nafn félags
Flokkur
Fjöldi barnamiða
Fjöldi fullorðinsmiða
Miðarnir verða svo afhentir á skrifstofu KSÍ fram á föstudag.
Aðildarfélög eru hvött til að nýta sér þennan möguleika og bjóða yngri flokkum sínum á þennan mikilvæga leik hjá A landsliði kvenna.
Áfram Ísland!