• mán. 10. sep. 2012
  • Landslið

U21 karla - Leikið við Belga í kvöld

U21-karla-gegn-Aserum
U21-karla-gegn-Aserum

Strákarnir í U21 leika í kvöld lokaleik sinn í undankeppni EM en leikið verður í Beveren í Belgíu.  Þetta er lokaleikur Íslands í riðlinum en íslenska liðið hefur þrjú stig eftir 7 leiki en sigur vannst á Belgum í heimaleiknum. 

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið og er það þannig skipað:

Markvörður: Árni Snær Ólafsson

Hægri bakvörður: Eiður Aron Sigurbjörnsson

Vinstri bakvörður: Hörður Björgvin Magnússon

Miðverðir: Sverrir Ingi Ingason og Hölmar Örn Eyjólfsson

Tengiliðir: Guðlaugur Victor Pálsson, Arnór Ingvi Traustason og Guðmundur Þórarinsson

Hægri kantur: Jón Daði Böðvarsson

Vinstri kantur: Kristinn Steindórsson

Framherji: Aron Jóhannsson

Leikurinn hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma og má fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.