• mán. 10. sep. 2012
  • Fræðsla

KSÍ markmannsþjálfaragráða

Julius-markvordur
Julius-markvordur

 

Í vetur mun Knattspyrnusamband Íslands, í samstarfi við Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA), bjóða upp á veigamikið og metnaðarfullt markmannsþjálfaranámskeið. Markmiðið með KSÍ markmannsþjálfaragráðu er að bæta við sérþekkingu markmannsþjálfara hér á landi og KSÍ hefur verið í góðri samvinnu við UEFA hvað það varðar.

Packie Bonner mun hafa yfirumsjón með námskeiðinu fyrsta árið en Bonner hefur komið víða við á sínum ferli, bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann lék á sínum tíma 80 landsleiki fyrir Írland, þar af í þremur lokakeppnum, EM 1988, HM 1990 og HM 1994. Þá lék hann 642 leiki með Celtic, er leikjahæsti markmaður í sögu félagsins og fimmti leikjahæsti leikmaður í sögu Celtic. Eftir að leikmannsferlinum lauk hefur Bonner m.a. starfað sem Technical Director hjá írska knattspyrnusambandinu, verið markmannsþjálfari írska landsliðsins og setið í Jira Panel hjá UEFA, en sú nefnd hefur yfirumsjón með þjálfaramenntun í Evrópu.

Námskeiðið hefst í nóvember 2012 og því lýkur í maí 2013

o   16.-19. nóvember 2012, fjögurra daga námskeið

o   Nóvember/desember 2012, fjarnám - verkefnavinna og vinna í félögum

o   14.-16. desember 2012, þriggja daga námskeið

o   Desember 2012/janúar 2013, fjarnám - verkefnavinna og vinna í félögum

o   25.-27. janúar 2013, þriggja daga námskeið

o   Janúar/febrúar 2013, fjarnám - verkefnavinna og vinna í félögum

o   15.-17. mars 2013, þriggja daga námskeið

o   Mars/apríl 2013, fjarnám - verkefnavinna og vinna í félögum

o   Apríl 2013, lokapróf

  • Námskeiðið verður um 105 kennslustundir
  • 13 laus sæti eru á námskeiðinu

Umsækjendur verða að hafa lokið UEFA B þjálfaragráðu EÐA vera í því ferli að ljúka UEFA B þjálfaragráðunni. Eins þurfa umsækjendur að hafa reynslu sem markmenn/leikmenn eða markmannsþjálfarar og þeir þurfa að vera í vinnu hjá félagi meðan á námskeiðinu stendur. Þjálfarar sem eru ekki byrjaðir á UEFA B geta byrjað á þeirri gráðu í haust með því að skrá sig á námskeið hjá okkur sem hefjast í byrjun október

Þjálfarar sem útskrifast með markmannsþjálfaragráðuna fá réttindi til að kalla sig “KSÍ markmannsþjálfarar”

Í framtíðinni eru góðar líkur á að UEFA bjóði upp á markmannsþjálfunargráðu og þá mun KSÍ halda stutt uppfærslunámskeið til að KSÍ markmannsþjálfarar fái “UEFA markmannsþjálfaragráðu” sem verður þá tekin gild í öllum löndum Evrópu líkt og aðrar UEFA þjálfaragráður.

  • Námskeiðið í heild kostar 150.000 kr.
  • Umsóknarfrestur er til 24. september (Umsóknareyðublað að neðan)

Starfsmenn námskeiðsins eru:

o   Packie Bonner - aðalleiðbeinandi UEFA

o   Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ - framkvæmd, skipulagning og utanumhald

o   Guðmundur Hreiðarsson, markmannsþjálfari A-landsliðs karla - aðstoðarleiðbeinandi

o   Halldór Björnsson, markmannsþjálfari A-landsliðs kvenna - aðstoðarleiðbeinandi

o   Ólafur Pétursson, markmannsþjálfari U17 og U19 landsliða kvenna - aðstoðarleiðbeinandi

o   Dagur Sveinn Dagbjartsson - framkvæmd, skipulagning og utanumhald

Umsóknareyðublað

Nánari upplýsingar um námskeiðið(á ensku)