A kvenna - Miðasala hafin á Ísland - Norður Írland
Ísland tekur á móti Norður Írlandi í undankeppni EM, laugardaginn 15 september kl. 16:15 á Laugardalsvelli. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur í vegferð liðsins til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM 2013. Með sigri er íslenska liðið öruggt með sæti í umspili fyrir úrslitakeppninni sem fram fer í Svíþjóð.
Miðasala á leikinn er hafin og fer hún fram, sem fyrr, í gegnum miðasölukerfi hjá http://www.midi.is/. Miðaverð er 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.
Við hvetjum alla til þess að koma og hvetja okkar stelpur síðustu metrana í þessari undankeppni. Framundan er tveir gríðarlega erfiðir leikir, því eftir leikinn gegn Norður Írum hér á Laugardalsvelli heldur liðið til Noregs þar sem leikið verður gegn heimastúlkum, miðvikudaginn 19. september.
Það er fjör í Laugardalnum - Sjáumst á vellinum.
Áfram Ísland!
Miðasala