U17 kvenna - Byrjunarliðið er mætir Slóvenum
Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Slóvenum í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Slóveníu. Leikurinn hefst kl. 14:30 að íslenskum tíma, fimmtudaginn 6. september, en þetta er fyrsti leikur Íslands í riðlinum. Tékkland og Eistland skipa einnig þennan riðil.
Byrjunarliðið er þannig skipað:
Markvörður: Berglind Hrund Jónasdóttir
Hægri bakvörður: Steinunn Sigurjónsdóttir
Vinstri bakvörður: Hrafnhildur Hauksdóttir
Miðverðir: Katla Rún Arnórsdóttir og Heiðdís Sigurjónsdóttir
Tengiliðir: Lillý Rut Hlynsdóttir, Guðrún Karitas Sigurðardóttir og Andrea Rán S. Hauksdóttir
Hægri kantur: Oddný Karólína Hafsteinsdóttir
Vinstri kantur: Esther Rós Arnarsdóttir
Framherji: Elma Lára Auðunsdóttir
Minnt er á að hægt er að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.