Miðasala á leikdag hefst kl. 12:00 á Laugardalsvelli
Framundan er fyrsti heimaleikur Íslands í undankeppni HM 2014 þegar Norðmenn koma í heimsókn á Laugardalsvöll, föstudaginn 7. september kl. 18:45. Miðasala á leikinn fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.
Miðasala á leikdag hefst á Laugardalsvelli kl. 12:00 að því gefnu að ekki verði uppselt á leikinn þá. Bent er á að ódýrara er að kaupa miða í forsölu.
Ísland - Noregur 7. september
Svæði | Leikdagur (fullt verð) | Forsöluverð |
Svæði I (rautt) | 4.500 kr | 4.000 kr (500 kr afsláttur) |
Svæði II (blátt) | 3.500 kr | 3.000 kr (500 kr afsláttur) |
Svæði III (grænt) | 2.500 kr | 1.500 kr (1.000 kr afsláttur) |
50% afsláttur er fyrir börn 16 ára og yngri af leikdagsverði, þannig að barnamiði á svæði I kostar kr 2.250, barnamiði á svæði II kostar kr. 1.750 og á svæði III kr. 1.250.
Beinn hlekkur á forsöluna á midi.is - http://midi.is/ithrottir/5/90/