• mið. 05. sep. 2012
  • Dómaramál

Kristinn dæmir í Svartfjallalandi

Kiddi-Jak-2011
Kiddi-Jak-2011

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Svartfjallalands og Póllands í undankeppni HM 2014 en leikið verður í Podgorica í Svartfjallalandi á föstudaginn.  Kristni til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson og fjórði dómari er Þóroddur Hjaltalín.

Leikurinn er í H riðli undankeppninnar en aðrar þjóðir í þessum riðli eru: England, Moldavía, San Marínó og Úkraína.

Kristinn er þessa dagana staddur í höfuðstöðvum UEFA í Nyon þar sem hann tekur þátt í undirbúningsráðstefnu fremstu dómara í Evrópu.  Þangað eru þeir dómarar boðaðir sem dæma eiga í riðlakeppni Meistara- og Evrópudeildar UEFA.  Kristinn er þarna enn einu sinni í hópi dómara í fremstu röð í Evrópu sem er mikil viðurkenning fyrir störf hans og íslenskra dómara.

Hér að neðan má finna ýmsar upplýsingar um leikinn í Svartfjallalandi.

Svartfjallaland - Pólland