• mið. 05. sep. 2012
  • Landslið

A kvenna - Hópurinn valinn fyrir leiki gegn Norður Írlandi og Noregi

Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum
Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið hópinn er mætir Norður Írum og Norðmönnum í lokaleikjum liðsins í undankeppni EM 2013.  Leikið verður við Norður Íra hér á Laugardalsvelli, laugardaginn 15. september og Noreg á Ullevål vellinum í Osló, miðvikudaginn 19. september.

Tveir leikmenn eru í hópnum sem ekki hafa leikið A landsleik áður, Guðmunda Brynja Óladóttir úr Selfossi og Katrín Ásbjörnsdóttir úr Þór/KA.

Leikirnir eru gríðarlega mikilvægir í baráttu liðsins fyrir sæti í úrslitakeppni EM 2013 sem fram fer í Svíþjóð. Með sigri gegn Norður Írum tryggir liðið sér sæti í umspili fyrir úrslitakeppnina og kemur sér í góða stöðu fyrir lokaleik liðsins gegn Norðmönnum, miðvikudaginn 19. september.

Hópurinn