Gunnar Heiðar kallaður inn í landsliðshópinn
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leikmaður Norrköping í Svíþjóð, hefur verið kallaður inn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur í undankeppni HM 2014. Fyrri leikurinn í þessu verkefni er gegn Norðmönnum á Laugardalsvelli föstudaginn 7. september og síðan er leikið gegn Kýpverjum ytra þriðjudaginn 11. september.
Björn Bergmann Sigurðarson, leikmaður enska félagsins Wolverhampton Wanderers, verður ekki með íslenska landsliðinu í þessum tveimur leikjum.
Gunnar Heiðar, sem er þrítugur og hóf ferilinn með ÍBV í Vestmannaeyjum, hefur leikið 23 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað í þeim 5 mörk. Hann hefur jafnframt leikið með öllum yngri landsliðum Íslands.