U19 karla - Hópur valinn fyrir vináttulandsleiki gegn Eistlandi
Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Eistlandi. Leikirnir fara fram föstudaginn 7. september kl. 15:00 á Víkingsvelli og sunnudaginn 9. september á Grindavíkurvelli k. 16:00.
Kristinn velur 23 leikmenn og koma þeir frá 19 félögum, þar af eru 7 leikmenn á mála hjá erlendum félagsliðum.