• fim. 30. ágú. 2012
  • Landslið
  • Dómaramál

Franskir dómarar á Ísland - Noregur 7. september

ARBITRE_GAUTHIER_230411
ARBITRE_GAUTHIER_230411

Það verða franskir dómarar sem verða við stjórnvölinn þegar Ísland tekur á móti Noregi í undankeppni HM 2014.  Þetta er fyrsti leikur Íslands í keppninni og fer fram á Laugardalsvelli, föstudaginn 7. september kl. 18:45.

Það verður hinn franski, 34 ára, Antony Gautier sem dæmir leikinn og honum til aðstoðar verða þeir Michael Annonier og Eric Dansault.  Fjórði dómari er landi þeirra, Ruddy Buquet.  Eftirlitsdómari UEFA kemur frá Serbíu og heitir Zdravko Jokic og eftirlitsmaður leiksins er Hollendingurinn Gijs De Jong.

Miðasala á leikinn er í fullum gangi og er hægt að nálgast miða hér.