• mið. 29. ágú. 2012
  • Agamál

Fyrri úrskurður í máli Vals gegn Leikni staðfestur

Valur
Valur2008

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð Aga-og úrskurðanefndar frá 14. ágúst varðandi leik Vals og Leiknis/KB á Íslandsmóti 2. flokks karla B-liðum.

Leikurinn, sem fram fór 20. júlí var úrskurðaður Val tapaður með markatölunni 0-3 og jafnframt var Val gert að greiða 10.000 króna sekt til KSÍ.

Leiknir skaut málinu til Áfrýjunardómstóls KSÍ sem staðfesti fyrri úrskurð með ákvörðun sinni þann 24. ágúst.