Landsliðshópurinn gegn Noregi og Kýpur
A landslið karla mætir Noregi og Kýpur í fyrstu leikjum liðsins í undankeppni HM 2014 í byrjun september. Norðmenn verða fyrstu mótherjarnir, á Laugardalsvellinum föstudaginn 7. september, og síðan er leikið gegn Kýpur í Larnaca þriðjudaginn 11. september. Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska liðsins, hefur valið hóp sinn fyrir þessa leiki, sem er skipaður 22 leikmönnum.
Leikmennirnir koma frá félagsliðum í átta löndum - Danmörku, Englandi (Cardiff er þá talið með ensku liðunum), Hollandi, Íslandi, Ítalíu, Noregi, Svíþjóð og Tyrklandi - og aðeins tveir í hópnum leika með íslenskum liðum, báðir markmenn.
Leikirnir gegn Noregi og Kýpur eru sem fyrr segir fyrstu leikirnir í undankeppni HM 2014, og jafnframt fyrstu mótsleikirnir undir stjórn Lars og Heimis Hallgrímssonar aðstoðarþjálfara. Liðið hefur leikið fimm vináttulandsleiki undir stjórn þeirra félaga, tapað fyrstu fjórum, öllum á útivelli, en unnið eina heimaleikinn.
Í þessum fimm leikjum hefur Ísland skorað 8 mörk og náð að skora í öllum leikjunum, en fengið á sig 11 mörk alls. Einu sinni hefur Ísland haldið hreinu í þessum leikjum, en það var í heimasigrinum gegn Færeyjum í ágúst.
Landsliðshópurinn
Nr | Markmenn | Fæddur | L | M | Félag |
1 | Gunnleifur Gunnleifsson | 140775 | 23 | FH | |
12 | Hannes Þór Halldórsson | 270484 | 4 | KR | |
22 | Haraldur Björnsson | 110189 | Sarpsborg 08 | ||
Varnarmenn | |||||
3 | Indriði Sigurðsson | 121081 | 63 | 2 | Viking FK |
6 | Grétar Rafn Steinsson | 090182 | 43 | 4 | Kayserispor |
2 | Birkir Már Sævarsson | 111184 | 29 | SK Brann | |
14 | Kári Árnason | 131082 | 21 | 1 | Rotherham FC |
16 | Ragnar Sigurðsson | 190686 | 20 | FC København | |
13 | Bjarni Ólafur Eiríksson | 280382 | 19 | Stabæk IF | |
5 | Sölvi Geir Ottesen Jónsson | 180284 | 17 | FC København | |
23 | Ari Freyr Skúlason | 140587 | 5 | Sundsvall IF | |
Miðjumenn | |||||
21 | Emil Hallfreðsson | 290684 | 29 | 1 | Hellas Verona |
17 | Aron Einar Gunnarsson | 220489 | 29 | Cardiff City FC | |
15 | Helgi Valur Daníelsson | 130781 | 20 | AIK | |
7 | Jóhann Berg Guðmundsson | 271090 | 18 | AZ | |
11 | Rúrik Gíslason | 250288 | 17 | 1 | OB |
4 | Eggert Gunnþór Jónsson | 180888 | 16 | Wolverhampton Wanderers FC | |
10 | Gylfi Þór Sigurðsson | 080989 | 10 | 1 | Tottenham Hotspur FC |
Sóknarmenn | |||||
8 | Birkir Bjarnason | 270588 | 13 | 1 | Pescara Calcio |
9 | Kolbeinn Sigþórsson | 140390 | 11 | 8 | AFC Ajax |
19 | Alfreð Finnbogason | 010289 | 8 | 2 | Sc Heerenveen |
20 | Björn Bergmann Sigurðarson | 260291 | 1 | Wolverhampton Wanderers FC | |
Liðsstjórn
Lars Lagerbäck - Þjálfari
Heimir Hallgrímsson - Aðstoðarþjálfari
Guðmundur Hreiðarsson - Markvarðaþjálfari
Sveinbjörn Brandsson - Læknir
Stefán Stefánsson - Sjúkraþjálfari
Friðrik Ellert Jónsson - Sjúkraþjálfari
Sigurður Sv. Þórðarson - Búningastjóri
Óðinn Svansson - Nuddari
Ómar Smárason - Fjölmiðlafulltrúi
Gunnar Gylfason - Starfsmaður