Guðmundur Ársæll dæmir í Lyngby - Lars Müller á Leiknisvelli
Lars Müller mun dæma leik Leiknis og Víkings Ólafsvíkur í 1. deild karla sem fram fer í kvöld, föstudaginn 24. ágúst., á Leiknisvelli og hefst kl. 18:30. Lars kemur frá Færeyjum eins og annar aðstoðardómaranna, Andreas Josephsen. Þriðji maðurinn í þríeykinu er hinsvegar alíslenskur, Jón Magnús Guðjónsson.
Þá munu tveir íslenskir dómarar vera við störf í Danmörku á sunnudaginn en þá mun Guðmundur Ársæll Guðmundsson dæma leik Lyngby og Viborg í dönsku 1. deildinni og Leiknir Ágústsson verður honum til aðstoðar.
Þessi dómaraskipti eru hluti af verkefni norrænu knattspyrnusambandanna um dómaraskipti en síðastliðinn þriðjudag dæmdu finnskir dómarar leik Víkings Reykjavíkur og Tindastóls.