A-landsliðsþjálfari danska kvennalandsliðsins til Íslands
Kenneth Heiner Möller A-landsliðsþjálfari kvenna hjá Danmörku kemur til Íslands á laugardaginn og heldur fyrirlestur á vegum KSÍ og KÞÍ um „possession“ fótbolta. Kenneth hefur lokið við Pro licence þjálfaranám frá danska knattspyrnusambandinu og hefur stýrt danska kvennalandsliðinu síðan árið 2006 með frábærum árangri. Danir eru í 12. sæti heimslista FIFA og í 6. sæti allra þjóða í Evrópu.
Danska landsliðið hefur vakið athygli fyrir leikstíl sinn og hversu gott liðið er að halda boltanum innan liðsins. Kenneth mun m.a. fjalla um í fyrirlestri sínum hvernig hugmyndafræði danska knattspyrnusambandsins og hans er um „possession“ fótbolta og hvernig þeir hafa reynt að innleiða þá hugmyndafræði inn í félögin í Danmörku.
Það er ástæða til að hvetja íslenska þjálfara til að fjölmenna á fyrirlesturinn þar sem oft hefur verið rætt um að íslenskir leikmenn þurfi að verða betri í að halda boltanum innan liðsins.
Hér að neðan má sjá allar helstu upplýsingar um ráðstefnuna:
Bikarúrslitaráðstefna KSÍ og KÞÍ í tengslum við Borgunar bikarúrslitaleik kvenna
A-landsliðsþjálfari Dana, Kenneth Heiner-Möller, heldur fyrirlestur um hugmyndir danska landsliðsins um „Possession-fótbolta“
KÞÍ og KSÍ standa fyrir árlegri ráðstefnu í tilefni úrslitaleiks í Borgunarbikarkeppni kvenna laugardaginn 25. ágúst. Úrslitaleikurinn, sem er milli Vals og Stjörnunnar, fer vitanlega fram á Laugardalsvelli og verður ráðstefnan haldin í höfuðstöðvum KSÍ.
Dagskrá
- 11:00 Sigurður Þórir Þorsteinsson formaður KÞÍ setur ráðstefnuna
- 11:10 Kenneth Heiner-Möller þjálfari danska A-landsliðs kvenna „My definition of possession football“
- 12:00 Léttar veitingar
- 12:30 Kenneth Heiner-Möller framhald
- 13:00 Þorlákur Árnason þjálfari Stjörnunnar kemur og ræðir um bikarúrslitaleikinn.
- 13:20 Gunnar Borgþórsson þjálfari Vals kemur og ræðir um bikarúrslitaleikinn.
- 13.40 Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari A-landsliðs kvenna fjallar um liðin sem leika til úrslita og spáir í leik dagsins.
- 16:00 Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna Stjarnan - Valur.
Þjálfarar með KSÍ-B og KSÍ-A þjálfaragráðu fá 4 tíma í endurmenntun fyrir fulla viðveru á ráðstefnunni.
Verð á ráðstefnuna er 3.000 kr fyrir meðlimi KÞÍ og 5.000 kr fyrir aðra og er miði á leikinn innifalinn í þessu verði. Ráðstefnan er opin öllum.
Skráning er hafin á tölvupósti: kthi@kthi.is. Taka skal fram nafn og kennitölu við skráningu.