• mið. 22. ágú. 2012
  • Landslið

A kvenna - Noregur mætir Íslandi á Ulleval vellinum í Osló

Ullevaal
Ullevaal

Eins og öllum er kunnugt er íslenska kvennalandsliðið í mikilli baráttu um sæti í úrslitakeppni EM í Svíþjóð 2013.  Liðið er í efsta sæti riðilsins, einu stigi á undan Noregi, þegar tveir leikir eru eftir hjá liðunum í riðlinum.  Belgar eru svo skammt undan í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir Íslendingum.

Noregur tekur á móti Íslandi í lokaleiknum í riðlinum og hefur norska knattspyrnusambandið nú ákveðið, m.a. vegna mikilvægi leiksins, að leika hann í Osló, nánar tiltekið á Ulleval vellinum.  Upphaflega átti leikurinn að fara fram í Sarpsborg en því hefur nú verið breytt.  Leikurinn fer fram miðvikudaginn 19. september.

Næsta verkefni liðsins verður hinsvegar laugardaginn 15. september en þá verður tekið á móti Norður Írum á Laugardalsvelli.  Leikurinn hefst kl. 16:15 og með sigri þá hefur íslenska liðið tryggt sér a.m.k. sæti í umspili fyrir úrslitakeppnina.

Staðan í riðlinum