Miðasalan á Ísland-Noregur er hafin
Ísland og Noregur mætast á Laugardalsvellinum föstudaginn 7. september næstkomandi í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM 2014. Leikurinn hefst kl. 18:45 og má búast við mikilli stemmningu eins og venjan er þegar þessar frændþjóðir mætast.
Norðmenn unnu báða leikina í síðustu undankeppni með minnsta mun og ljóst að íslensku strákarnir vilja nýta þetta tækfæri til að svara rækilega fyrir sig. Til þess treysta þeir á góðan stuðning úr stúkum þjóðarleikvangsins.
Miðasalan er hafin á midi.is og er fólk hvatt til að tryggja sér miða sem fyrst. Rétt er að geta þess að stuðningsmannahópurinn Tólfan verður staðsett í O-hólfi, sem er í miðri Austurstúku.