Kærar þakkir fyrir góða mætingu og öflugan stuðning!
Það var vel mætt á Laugardalsvöllinn þegar A landslið karla lék vináttulandsleik við Færeyjar á miðvikudagskvöldið. Stuðningur áhorfenda var öflugur og Tólfan lét afar vel í sér heyra.
Leikmenn, þjálfarar og aðrir aðstandendur liðsins vilja koma á framfæri einlægum þökkum fyrir mætinguna og stuðninginn og sérstaklega var gaman að sjá hversu margir ungir iðkendur skiluðu sér á völlinn.
Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta á heimaleiki haustsins í undankeppni HM 2014. Næsti leikur er gegn Noregi 7. september.
Áfram Ísland!