Bikarúrslitaráðstefna KSÍ og KÞÍ
KÞÍ og KSÍ standa fyrir árlegri ráðstefnu í tilefni úrslitaleiks í Borgunarbikarkeppni karla þann 18. ágúst, næsta laugardag. Úrslitaleikurinn, sem er milli KR og Stjörnunnar, fer vitanlega fram á Laugardalsvelli og verður ráðstefnan haldin í höfuðstöðvum KSÍ.
Dagskrá
-
10:00 Sigurður Þórir Þorsteinsson formaður KÞÍ setur ráðstefnuna
-
10:10 Gunnar Guðmundsson þjálfari U17 ára landsliðs drengja fjallar um frábæran árangur liðsins sem komst í lokakeppni Evrópumótsins í Slóveníu í maí.
-
11:00 Lars Lagerback þjálfari A-landsliðs karla fjallar um vinnu sína með A-landslið karla og svarar spurningum úr sal
-
12:10 Léttar veitingar
-
12:40 Heimir Hallgrímsson aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla fjallar um liðin sem leika til úrslita og spáir í leik dagsins.
-
16:00 Úrslitaleikur Borgunarbikars karla Stjarnan - KR.
Von er á fulltrúum liðanna sem leika til úrslita í heimsókn og munu þeir fræða gesti um hvað þeirra lið ætla að gera til að vinna leikinn og verða Borgunarbikarmeistarar 2012.
Þjálfarar með KSÍ-B og KSÍ-A þjálfaragráðu fá 4 endurmenntunarstig fyrir fulla viðveru á ráðstefnunni.
Verð á ráðstefnuna er 3.000 kr fyrir meðlimi KÞÍ og 5.000 kr fyrir aðra. Ráðstefnan er opin öllum.
Skráning er hafin á tölvupósti: kthi@kthi.is Taka skal fram nafn og kennitölu við skráningu.
Ráðstefna KÞÍ og KSÍ í tengslum við úrslitaleik í Borgunarbikarkeppni kvenna fer fram laugardaginn 25. ágúst og nánari dagskrá þeirrar ráðstefnu verður send út í næstu viku.