• þri. 07. ágú. 2012
  • Landslið

2-2 jafntefli gegn Skotum

KSÍ - Alltaf í boltanum
alltaf_i_boltanum_1

Skotland og Ísland mættust í U23 landsliðum kvenna á sunnudag og er þetta í fyrsta sinn sem Ísland teflir fram U23 liði.  Lokatölur leiksins urðu 2-2 og kom jöfnunarmark Skota seint í leiknum.

Skoska liðið varð reyndar fyrra til að skora og náði forystunni eftir stundarfjórðung með skoti úr vítateignum.  Eftir rúmlega hálftíma leik jafnaði Dagný Brynjarsdóttir metin með glæsilegu einstaklingsframtaki, vann knöttinn, lék upp völlinn og skoraði með hnitmiðuðu skoti.

Elín Metta Jensen kom íslenska liðinu yfir i leiknum með góðu skoti úr vítateignum og allt leit út fyrir íslenskan sigur þegar þrumuskot af löngu færi frá heimaliðinu hafnaði í þverslánni og fór þaðan í netið, á lokamínútunum.

Niðurstaðan því jafntefli hjá U23 liðum þjóðanna, eins og hjá A liðunum.