Hvenær tekur leikbann gildi?
Skrifstofu KSÍ berast alloft fyrirspurnir um það hvenær leikbönn taka gildi. Almennt gildir að:
- Leikmaður/þjálfari sem fær rautt spjald (brottvísun) fer sjálfkrafa í leikbann í næsta leik (næstu leikir ef um er að ræða aðra brottvísun eða fleiri).
- Ef aga-og úrskurðarnefnd þyngir leikbann vegna brottvísunar þá tekur sú þynging gildi kl. 12:00 næsta föstudag eftir birtingu úrskurðar.
- Ef leikmaður er úrskurðaður í leikbann vegna gulra spjalda (áminninga) þá tekur leikbannið gildi kl. 12:00 næsta föstudag eftir birtingu úrskurðar
- Óheimilt að taka út viðurlög í agamálum áður en úrskurðir taka gildi nema um sjálfkrafa leikbann sé að ræða (rautt spjald).
Aðildarfélög eru hvött til að kynna sér reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál sem finna má hér (undir "Aga- og úrskurðarmál"). Þar er meðal annars fjallað um það hvernig úrskurðir eru birtir og rétt til áfrýjunar.